Enski boltinn

Einum miðjumanni færra hjá Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale hugar að Sandro eftir að hann meiddist.
Gareth Bale hugar að Sandro eftir að hann meiddist. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brasilíumaðurinn Sandro verður ekkert meira með Tottenham á þessu tímabili en hann þurfti að ganga í gegnum hnéaðgerð eftir að hafa meiðst í markalausu jafntefli við QPR á dögunum.

Sandro er 23 ára miðjumaður sem kom til Tottenham sumarið 2010. Hann hefur skorað 2 mörk í 80 leikjum fyrir félagið en Sandro spilar oftast sem varnartengiliður.

Sandra var með brasilíska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London í ágúst síðastliðnum þar sem hann hjálpaði sínu liði að vinna silfurverðlaun.

Gylfi Þór Sigurðsson er eins og kunnugt er einn af miðjumönnum Tottenham og þessar fréttir ættu ekki að minnka möguleika hans á því að fá fleiri mínútur inn á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×