Enski boltinn

Laudrup leitar að nýjum framherja

Michael Laudrup.
Michael Laudrup.
Michael Laudrup, stjóri Swansea, ætlar að styrkja lið sitt í janúarglugganum og leitar nú að manni fyrir Danny Graham sem vill komast frá félaginu.

Graham er sterklega orðaður við Norwich City. Laudrup bauð 3 milljónir punda í Kenwyne Jones, leikmann Stoke, á dögunum en því tilboði var hafnað.

"Það þarf að vera rétt jafnvægi í liðinu. Danny fær ekki að fara nema við finnum annan mann og hann skilur það vel. Við reynum að finna bestu lausnina fyrir alla aðila," sagði Laudrup.

Laudrup gerði kaup ársins er hann keypti Michu frá Spáni en hann hefur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×