Erlent

Olíuborpallur strandaði við Alaska

Olíuborpallur í eigu Shell olíufélagsins er strandaður við Kodiak eyju í Alaska. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur bandarísku strandgæslunni ekki tekist að draga pallinn af strandstað.

Menn óttast að mengunarslys sé í uppsiglingu á strandstað ef ekki tekst að ná pallinum á flot aftur. Um borð í honum eru rúmlega hálf milljón lítra af díselolíu og um 45.000 lítrar af smurolíu.

Það sem gerir björgunarstarf erfitt er að stormur mun ganga yfir eyjuna síðar í dag og er reiknað með allt að tíu metra ölduhæð fylgi honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×