Erlent

iPhone þakinn demöntum, 200 grímur af drottningunni og lifandi grís gleymdust

Við fundum einnig lykla af Bugatti, handrit af þekktri breskri sápuóperu, og kassa með um 200 grímum af Elísabetu Bretlandsdrottningu," segir talsmaður hótelkeðjunnar.
Við fundum einnig lykla af Bugatti, handrit af þekktri breskri sápuóperu, og kassa með um 200 grímum af Elísabetu Bretlandsdrottningu," segir talsmaður hótelkeðjunnar.
Hann er furðulegur listinn yfir þá hluti sem hótelgestir í Bretlandi skildu eftir á herbergjum sínum á síðasta ári.

Travelodge-hótelkeðjan sem rekur um 530 hótel víðsvegar um Bretland hefur gefið út lista yfir nokkra hluti sem urðu eftir á herbergjum gesta sinna. Til að mynda fundust brjóstapúðar, lifandi grís, og upprunalegi töfrasprotinn sem notaður var í Harry Potter-myndunum.

Þá fundust einnig happdrættismiði, sem á var stór vinningur, karfa full af kröbbum og iPhone-sími sem þakinn var demöntum. „Við fundum einnig lykla af Bugatti, handrit af þekktri breskri sápuóperu, og kassa með um 200 grímum af Elísabetu Bretlandsdrottningu," segir Shakila Ahmed, talsmaður hótelkeðjunnar.

Á einu herberginu skildu gestir brúnkusprey-klefa eftir, en klefinn var um tveir og hálfur metri á hæð.

Yfir 20 þúsund bækur voru skildar eftir á hótelherbergjunum, en af þeim voru um 7 þúsund eintök af metsölubókinni Fifty Shades of Grey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×