Erlent

Handtóku 245 manns í tengslum við aðgerð gegn barnaklámi

Lögregluyfirvöld víða í Bandaríkjunum hafa handtekið 245 einstaklinga í umfangsmikilli aðgerð gegn barnaklámi þar í landi.

Allir þeir sem handteknir voru eru grunaðir um framleiðslu og dreifingu á barnaklámi. Í aðgerðinni tókst að bera kennsl á 123 börn og unglinga sem voru misnotuð kynferðislega af þessum einstaklingum.

Aðgerðin stóð yfir í nokkrar vikur og þótt flestir þeirra handteknu séu Bandaríkjamenn hefur rannsóknin í tengslum við aðgerðina einnig teygt anga sína til annarra landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×