Erlent

Rússar smíða nýja tegund af kjarnorkukafbátum

Rússar hafa hleypt af stokkunum nýjum og mjög öflugum kjarnorkukafbát af tegundinni Borei.

Kafbátar sem þessi eiga að leysa eldri kjarnorkukafbáta Rússa af hólmi. Borei kafbátarnir eru 170 metra langir, útbúnir með sex tundurskeytarörum og geta kafað niður á 480 metra dýpi.

Þar að auki er hægt að hafa um borð allt að 20 svokallaðar ICBM eldflaugar en þær draga yfir 9.000 kílómetra og eru hver um sig með kjarnorkusprengju sem er margfalft öflugri en sú sem varpað var á Hiroshima í seinni heimstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×