Erlent

Hugo Chavez liggur þungt haldinn í öndunarvél

Hugo Chavez forseti Venesúela liggur nú þungt haldinn í öndunarvél á Kúbu. Hann þjáist af mjög alvarlegri sýkingu í lungum og öndunarfærum eftir að hafa farið í fjórðu skurðaðgerð sína gegn krabbameini á Kúbu í síðasta mánuði.

Ernesto Villegas, upplýsingaráðherra Venesúela greindi frá þessu í yfirlýsingu í gærkvöldi. Áður höfðu komið fram háværar kröfur frá stjórnarandstöðunni í Venesúela um að stjórnvöld settu fram réttar upplýsingar um heilsufar Chavez.

Í næstu viku á Chavez að taka formlega við forsetaembættinu í Venesúela að nýju en litlar líkur eru á að úr því verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×