Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair 4. janúar 2013 11:17 Myndin hefur vakið heimsathygli. Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. "Við getum staðfest að um borð í flugvél Icelandair í gærkvöldi var farþegi sem þurfti að binda niður með aðstoð farþega," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann neitar að tjá sig um myndina sem er sú vinsælasta á tenglavefnum Reddit.com, sem flestir kannast líklega við eftir að Jón Gnarr borgarstjóri sat þar fyrir svörum fyrir skömmu. Guðjón segir manninn hafa verið ógnandi, hann réðist á annan farþega og hrækti á fólk. Sá sem tók myndina, sem er Bandaríkjamaður, birti hana á Facebook í gærkvöldi. Sá telur að dólgurinn hafi verið íslenskur, en er ekki viss. Guðjón segist ekki vilja gefa upp þjóðerni mannsins þegar hann er spurður. Aðspurður hvort það sé einstakt að farþegar yfirbugi flugdólga, svarar Guðjón því til að slíkt sé afar sjaldgæft, "En stundum hafa farþegar aðstoðað áhafnir við að yfirbuga menn þegar um ofbeldisfulla framkomu er að ræða," segir Guðjón. Að sögn Guðjóns er svo búnaður í vélinni sem er notaður við að fjötra dólginn, gerist þess þörf. Eins og sést á myndinni er límband hluti af þessum búnaði. Guðjón tekur hinsvegar skýrt fram að starfsfólk áhafnarinnar hafi vaktað manninn vel á meðan hann var bundinn. Að sögn þess sem tók myndina, var maðurinn fjötraður tveimur klukkustundum eftir að flugvélin fór í loftið. Þá voru fjórar klukkustundir eftir af fluginu. Guðjón segir að ekki sé ljóst hvaða eftirmálar verða af dólgslátunum, en bandaríska lögreglan handtók manninn á JFK flugvellinum. Hann getur búist við því að verða kærður fyrir lætin. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. "Við getum staðfest að um borð í flugvél Icelandair í gærkvöldi var farþegi sem þurfti að binda niður með aðstoð farþega," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann neitar að tjá sig um myndina sem er sú vinsælasta á tenglavefnum Reddit.com, sem flestir kannast líklega við eftir að Jón Gnarr borgarstjóri sat þar fyrir svörum fyrir skömmu. Guðjón segir manninn hafa verið ógnandi, hann réðist á annan farþega og hrækti á fólk. Sá sem tók myndina, sem er Bandaríkjamaður, birti hana á Facebook í gærkvöldi. Sá telur að dólgurinn hafi verið íslenskur, en er ekki viss. Guðjón segist ekki vilja gefa upp þjóðerni mannsins þegar hann er spurður. Aðspurður hvort það sé einstakt að farþegar yfirbugi flugdólga, svarar Guðjón því til að slíkt sé afar sjaldgæft, "En stundum hafa farþegar aðstoðað áhafnir við að yfirbuga menn þegar um ofbeldisfulla framkomu er að ræða," segir Guðjón. Að sögn Guðjóns er svo búnaður í vélinni sem er notaður við að fjötra dólginn, gerist þess þörf. Eins og sést á myndinni er límband hluti af þessum búnaði. Guðjón tekur hinsvegar skýrt fram að starfsfólk áhafnarinnar hafi vaktað manninn vel á meðan hann var bundinn. Að sögn þess sem tók myndina, var maðurinn fjötraður tveimur klukkustundum eftir að flugvélin fór í loftið. Þá voru fjórar klukkustundir eftir af fluginu. Guðjón segir að ekki sé ljóst hvaða eftirmálar verða af dólgslátunum, en bandaríska lögreglan handtók manninn á JFK flugvellinum. Hann getur búist við því að verða kærður fyrir lætin.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03
Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05
Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12