Íslenski boltinn

Eyjamenn missa lykilmann í norsku b-deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rasmus Christiansen (númer 28) í leik með ÍBV síðasta sumar.
Rasmus Christiansen (númer 28) í leik með ÍBV síðasta sumar. Mynd/Ernir
Rasmus Christiansen, fyrirliði ÍBV og einn allra besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, hefur gert tveggja ára samning við norska b-deildarliðið Ull/Kisa en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Rasmus Christiansen er 23 ára gamall miðvörður sem hefur spilað 64 deildarleiki með ÍBV-liðinu undanfarin þrjú sumur. Hann var valinn efnilegasti fótboltamaður Dana árið 2005 en bæði Nicklas Bendtner og Christian Eriksen hafa fengið þau verðlaun.

Christiansen kom til ÍBV frá Lyngby í maí 2010 og Eyjaliðið endaði í þriðja sæti öll þrjú tímabil hans í Vestmannaeyjum.

Fótbolti.net segir frá því að nokkur íslensk félög hafi haft áhuga á að fá Rasmus en að hann hafnaði þeim sem og tilboði frá sænska félaginu Brage og danska félaginu Vestsjælland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×