Erlent

Sex manns biðu bana í snjóbílaslysi á Ítalíu

Sex manns fórust og tveir eru alvarlega slasaðir eftir að snjóbíll hrapaði í ítölsku Ölpunum í gærkvöldi.

Bílnum var ekið utan í brattri fjallshlíð í Val di Fiemme þegar ökumaður hans virðist hafa misst stjórn á bílnum. Bíll fór þá í gegnum öryggisgirðingu og hrapaði 100 metra niður í gjá undir hlíðinni.

Í ítölskum fjölmiðlum segir að þeir sem fórust hafi verið rússneskir ferðamenn, fjórir karlar og tvær konur. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu.

Ekki liggur ljóst fyrir af hverju ökumaðurinn missti stjórn á snjóbílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×