Erlent

Loftsteinn ber þess merki að vatn hafi verið á Mars

Ævaforn loftsteinn frá Mars ber þess greinileg merki að vatn hafi verið til staðar á plánetunni.

Loftsteinn þessi er yfir tveggja milljarða ára gamall en hann fannst í Sahara eyðimörkinni fyrir hálfu öðru ári síðan.

Vísindamenn við háskólann í Nýju Mexíkó hafa gert nákvæmar rannsóknir á þessum loftsteini og komist að þeirri niðurstöðu að hann beri þess greinileg merki að hafa komist í snertingu við vatn.

Að sögn AP fréttastofunnar hafa hingað til fundist 65 loftsteinar frá Mars á jörðinni en sá elsti þeirra er yfir fjögurra milljarða ára gamall. Talið er að þeir hafi náð til jarðar eftir að smástirni, eða halastjarna, rakst á Mars og þeytti þeim út í geiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×