Erlent

Segir Chavez ekki þurfa að sverja embættiseið sinn á réttum tíma

Nicolas Maduro varaforseti Venesúela telur að Hugo Chavez þurfi ekki að sverja embættiseið í næstu viku sem forseti landsins þar sem hann hafi verið endurkjörinn í embættið.

Maduro segir nægilegt sé að Chavez sverji eiðinn fyrir hæstarétti landsins síðar í ár. Þessu er stjórnarandstaðan í landinu algerlega ósammála og tekur að ef Chavez sverji ekki eiðinn á réttum tíma jafngildi það því að hann gefi frá sér embættið og kjósa þurfi að nýju.

Chavez liggur nú þungt haldinn í öndunarvél á Kúba vegna alvarlegrar sýkingar í öndunarfærum og lungnabólgu eftir fjórðu aðgerð sína gegn krabbameini. Það er talið nær öruggt að Chavez muni ekki geta svarið embættiseið sinn á réttum tíma sem er 10. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×