Erlent

Öflugur jarðskálfti upp á 7,7 stig undan ströndum Alaska

Öflugur jarðskjálfti upp á 7,7 stig mældist í morgun undan ströndum Alaska. Sökum hans hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir nærliggjandi strandsvæði af hálfu bandarískra yfirvalda.

Að sögn fréttastofunnar AFP varð jarðskjálfti þessi á 10 kílómetra dýpi um 100 kílómetra undan suðvesturströnd Alaska. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Nýjustu fréttir frá Alaska eru að flóðbylgjan hafi komið en ölduhæðin í henni var aðeins 20 sentimetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×