Erlent

Leystu 43 ára gamla morðgátu en það var ári of seint

Lögreglan í Flensborg í Þýskalandi hefur leyst 43 ára gamla morðgátu. Lausnin kom þó ári of seint því morðinginn lést í fyrra.

Um er að ræða morðið á tvítugri stúlku árið 1970 en henni var nauðgað og hún síðan myrt í aðeins 40 metra fjarlægð frá heimili foreldra sinna. Grunur beindist fljótlega að ákveðnum manni en ekki voru til staðar sannanir til að ákæra hann.

Lögreglan hóf rannsókn á þessu máli að nýju fyrir hálfu öðru ári síðan. Í fyrra voru 70 karlmenn í Flensborg beðnir um dna prufur vegna rannsóknarinnar. Í ljós kom að hinn grunaði var í raun morðinginn. Þessi niðurstaða kom hinsvegar of seint til að hægt væri að dæma hann því maðurinn lést í fyrra vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×