Erlent

Flensufaraldur herjar í Bandaríkjunum

Mikill flensufaraldur herjar nú í Bandaríkjunum. Hafa 18 börn látist af þessari flensu frá því um jólin og yfir 2.200 manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna flensunnar.

Flensa þessi hefur greinst í 41 af ríkjum Bandaríkjanna en hún er ein sú versta í landinu síðan veturinn 2003 til 2004. Einna verst er ástandið í New York og í ríkjum í austurhluta landsins.

Tom Skinner talsmaður sóttvarnamiðstöðvar Bandaríkjanna segir að þar á bæ telji menn að flensufaraldur þessi sé enn að færast í aukana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×