Enski boltinn

Rodgers kemur Suarez til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suarez skorar hér markið umdeilda.
Suarez skorar hér markið umdeilda. Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það hafa ekki verið hlutverk Luis Suarez að dæma sig brotlegan fyrir mark sitt í ensku bikarkeppninni um helgina.

Liverpool vann þá 2-1 sigur á Mansfield en Suarez skoraði síðara markið eftir að hann lagði fyrir sig boltann með höndinni.

„Það er ekki hans að dæma á þetta," sagði Rodgers eftir leikinn. „Hann fékk boltann í sig og það er hlutverk dómarans að ákveða hvort þetta var viljandi gert eða ekki."

„Ef einhver annar leikmaður ætti í hlut fengi þetta ekki svona mikla athygli. En stundum vill svona lagað fylgja ákveðnum leikmönnum."

„Ef dómarinn hefði dæmt hendi hefði markið ekki fengið að standa. En markið var dæmt gott og gilt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×