Erlent

Depardieu fyrir rétt í París vegna ölvunaraksturs

Franski leikarinn Gerard Depardieu á að mæta fyrir rétt í París í dag en hann er ákærður fyrir ölvunarakstur.

Depardieu var tekinn dauðadrukkinn á vélhjóli sínu í nóvember s.l. Hann var svo drukkinn að hann stóð ekki í fæturnar þegar hann var handtekinn.

Depardieu gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm en sennilega sleppur hann með sekt þar sem engin slasaðist í þessum ölvunarakstri.

Ekki er víst að Depardieu mæti sjálfur fyrir réttinn en hann var staddur í Zürich í Sviss í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×