Erlent

Kim Jong-Un á afmæli, öll börn fá sælgæti

Kim Jong-Un leiðtogi Norður Kóreu á afmæli í dag. Í tilefni dagsins fá öll börn í landinu undir 10 ára aldrei sælgæti að gjöf.

Flugvélar verða notaðar til að dreifa þessu sælgæti um allt landið. Afmælisdagur leiðtogans er þar að auki almennur frídagur í Norður Kóreu.

Í frétt um málið í Aftonbladet segir að þótt menn viti að Kim Jong-Un eigi afmælisdag í dag er nokkuð á reiki hve gamall hann er. Ekki er á hreinu hvort fæðingarár hans sé 1982, 1983 eða 1984.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×