Erlent

Reiði vegna giftingar manns á tíræðisaldri og 15 ára stúlku

Mikil reiði ríkir í Saudi Arabíu eftir fregnir um að maður á tíræðisaldri hefði giftst 15 ára gamalli unglingsstúlku.

Reiðin og gagnrýnin á þetta hjónaband kemur einkum fram á twitter og öðrum samskiptamiðlum. Brúðkaupsnóttin hjá gamlingjanum varð þó endaslepp því stúlkunni tókst að læsa hann úti úr hjónaherberginu og flýja síðan til foreldra sinna. Gamlinginn er að íhuga málssókn til að ná aftur heimamund upp á rúmlega 2 milljónir kr. sem hann greiddi með stúlkunni.

Stjórnvöld eru að íhuga lagasetningu um lágmarksaldur fyrir stúlkur sem giftast eldri mönnum. Þúsundir af 14 ára og yngri stúlkum eru giftar eldri borgurum á hverju ári í Saudi Arabíu, að því er segir í frétt BBC um málið.

Íhaldssamir trúarleiðtogar eru mótfallnir því að þessi lög um lágmarksaldur séu sett en vilja gera þær kröfur að viðkomandi stúlkur hafi náð kynþroska áður en þær giftast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×