Enski boltinn

Paul Ince vill ekki að sonurinn fari til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United og Liverpool, mælir ekki með því að sonur sinn fari til síðarnefnda félagsins.

Thomas Ince er tvítugur og á mála hjá Blackpool. Hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool en faðir hans segir tilgangslaust að fara þangað nú.

„Hann hefur aldrei sjálfur sagt að hann vilji fara frá Blackpool," sagði Ince eldri við enska fjölmiðla.

„Mér finnst hann fyrir úrvalsdeildina en ég veit ekki hvort hann fer í hana núna í janúar eða eftir að tímabilið klárast."

„Það er hins vegar tilgangslaust að fara til félags í úrvalsdeildinni ef hann fær ekkert að spila. Hann þarf að fara til félags þar sem hann fær að spila reglulega."

„Hann fengi ekki mikið að spila hjá liðum eins og Liverpool, Manchester United eða Barcelona. Þá væri betra að vera áfram hjá Blackpool og spila í hverri viku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×