Erlent

Íbúar í Boston lýsa skelfingu eftir sprengingarnar

„Ég er viss um að margir eiga um sárt að binda. Boston er dásamleg borg og allir eru skelfingu lostnir," sagði íbúi í Boston í samtali við Reuters fréttastofuna eftir að sprengjurnar tvær sprungu í Boston í gærkvöld. Sprengjurnar urðu þremur að bana.

Annar íbúinn sagði að það sem hefði verið verst væri að tvær sprengjur hefðu sprungið. Og þú veist ekki hvar sprengjurnar gætu verið. „Þú veist ekki í hvaða átt þú átt að hlaupa. Þú gætir hlaupið í einhverja átt og þá gæti þriðja sprengjan sprungið. Ef það var ein og það voru tvær, þá gætu líka verið þriðja og fjórða, sagði hann.

BBC fréttastofan greindi frá því í morgun að lögreglan væri að hefja rannsókn á „mögulegum hryðjuverkum“. Lögreglumenn í Boston vinna baki brotnu og þeim hefur verið bannað að taka sér frí í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×