Erlent

Allsherjarverkfall í Tyrklandi

JBG skrifar
Tuttugu og tveggja ára gamall maður, meðlimur í Lýðræðislega alþýðuflokknum, var skotinn í höfuðuð í mótmælum í Antakya í Hatay-héraði.
Tuttugu og tveggja ára gamall maður, meðlimur í Lýðræðislega alþýðuflokknum, var skotinn í höfuðuð í mótmælum í Antakya í Hatay-héraði.

Brostið er á með allsherjarverkfalli í Tyrklandi. Tuttugu og tveggja ára gamall maður, meðlimur stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðislega alþýðuflokksins, var skotinn í höfuðuð í mótmælum í Antakya í Hatay-héraði, seinnipartinn í gær. Ekki liggur ljóst fyrir hver skaut hann en maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Héraðsstjórinn í Hatay-héraði, segir að ítarleg rannsókn muni fara fram.

Talsmenn ríkisstjórnarinnar fullyrtu á sunnudag að 200 manns hafi særst í átökum mótmælenda og lögreglu, þar af 115 lögreglumenn. Tayyip Erdogan forsætisráðherra kennir öfgahópum um stöðu mála. Skömmu áður en hann hélt í opinbera heimsókn til Morokko, sagði hann að ríkisstjórnin, sem nýtur um 50 prósenta fylgis, muni ekki láta undan þrýstingi minnihlutahópa og þeim sem væru í nánu sambandi við hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×