Meirihluti Kleists stendur afar tæpt Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. mars 2013 06:00 Leiðtogi grænlenskra vinstri manna vann mikinn kosningasigur fyrir fjórum árum og felldi stjórn Siumut-flokksins. Nordicphotos/AFP Síðustu skoðanakannanir á Grænlandi benda til þess að stjórn Kuupiks Kleist standi tæpt. Fyrir fjórum árum vann þessi leiðtogi grænlenskra vinstrimanna sögulegan sigur á Siumut-flokknum, sem hafði farið með landstjórnina allar götur síðan Grænlendingar fengu heimastjórn árið 1979. Þingkosningarnar í dag snúast að stærstum hluta um stórfelld áform um vinnslu dýrmætra málma úr grænlensku bergi, sem búast má við að verði æ aðgengilegra haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram. Stjórnarandstöðuflokkurinn Siumut hefur sakað Kleist um að fara of geyst í þessum áformum en allir flokkar eru engu að síður hlynntir því að auðlindir Grænlands séu notaðar til að auka tekjur bæði ríkisins og almennings. Auknar ríkistekjur verða notaðar til að lækka framlög úr ríkissjóði Danmerkur, sem nú nema um tveimur þriðju af útgjöldum grænlensku landstjórnarinnar. Fyrir fjórum árum samþykktu Danir að Grænlendingar gætu fengið fullt sjálfstæði þegar fjárhagur þeirra væri orðinn það sterkur að þeir þyrftu ekki lengur framlög frá danska ríkinu. Eitt af því sem Grænlendingar hafa áhyggjur af er að verði farið út í stórfellda vinnslu málma úr grænlensku bergi megi búast við fjölda erlendra námuverkamanna til Grænlands á næstu árum, líklegast frá Kína. Meðal annars er þar rætt um vinnslu dýrmætra málma sem mikilvægir eru í nútímatæki á borð við snjallsíma, en bergið inniheldur úran. Þess vegna yrði ekki hægt að hefja vinnslu þessara málma nema bann við vinnslu geislavirkra málma yrði numið úr gildi. Til þess þarf samþykki danska þingsins en í þessu máli vil Kleist landstjóri fara sér hægt og ekki hefja vinnslu fyrr en tryggt þykir að umhverfinu stafi engin hætta af. Tilraunaboranir eftir olíu út af Grænlandsströndum hafa til þessa ekki skilað árangri þannig að stjórnin hefur til næstu framtíðar lagt höfuðáherslu á málmvinnslu í landi. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Síðustu skoðanakannanir á Grænlandi benda til þess að stjórn Kuupiks Kleist standi tæpt. Fyrir fjórum árum vann þessi leiðtogi grænlenskra vinstrimanna sögulegan sigur á Siumut-flokknum, sem hafði farið með landstjórnina allar götur síðan Grænlendingar fengu heimastjórn árið 1979. Þingkosningarnar í dag snúast að stærstum hluta um stórfelld áform um vinnslu dýrmætra málma úr grænlensku bergi, sem búast má við að verði æ aðgengilegra haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram. Stjórnarandstöðuflokkurinn Siumut hefur sakað Kleist um að fara of geyst í þessum áformum en allir flokkar eru engu að síður hlynntir því að auðlindir Grænlands séu notaðar til að auka tekjur bæði ríkisins og almennings. Auknar ríkistekjur verða notaðar til að lækka framlög úr ríkissjóði Danmerkur, sem nú nema um tveimur þriðju af útgjöldum grænlensku landstjórnarinnar. Fyrir fjórum árum samþykktu Danir að Grænlendingar gætu fengið fullt sjálfstæði þegar fjárhagur þeirra væri orðinn það sterkur að þeir þyrftu ekki lengur framlög frá danska ríkinu. Eitt af því sem Grænlendingar hafa áhyggjur af er að verði farið út í stórfellda vinnslu málma úr grænlensku bergi megi búast við fjölda erlendra námuverkamanna til Grænlands á næstu árum, líklegast frá Kína. Meðal annars er þar rætt um vinnslu dýrmætra málma sem mikilvægir eru í nútímatæki á borð við snjallsíma, en bergið inniheldur úran. Þess vegna yrði ekki hægt að hefja vinnslu þessara málma nema bann við vinnslu geislavirkra málma yrði numið úr gildi. Til þess þarf samþykki danska þingsins en í þessu máli vil Kleist landstjóri fara sér hægt og ekki hefja vinnslu fyrr en tryggt þykir að umhverfinu stafi engin hætta af. Tilraunaboranir eftir olíu út af Grænlandsströndum hafa til þessa ekki skilað árangri þannig að stjórnin hefur til næstu framtíðar lagt höfuðáherslu á málmvinnslu í landi.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira