Enski boltinn

Wenger: Hafði aldrei áhuga á því að fá Zaha

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir ekki að hafa þurft að láta í minni pokann fyrir Sir Alex Ferguson í baráttunni um Wilfried Zaha, vængmann Crystal Palace. Zaha var orðaður við Arsenal en nú lítur út fyrir að hann endi hjá Manchester United.

„Ef Zaha fer til Manchester United þá óska ég honum bara góðs gengis. Við höfðum aldrei áhuga á því að fá hann, aldrei," sagði Arsene Wenger. Zaha er með 5 mörk og 6 stoðsendingar í 27 leikjum með Crystal Palace í ensku b-deildinni á þessu tímabili.

Wenger er ekki tilbúinn að segja upp nöfn þeirra leikmanna sem eru á óskalistanum hjá honum áður en félagsskiptaglugganum lokar í mánaðarlok.

„Ég ætla ekki að gefa upp nein nöfn. Við erum á fullu að vinna í þessum málum," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×