Erlent

Veiddi 200 ára fisk

Boði Logason skrifar
Henry Liebman með fiskinn, sem er ansi gamall.
Henry Liebman með fiskinn, sem er ansi gamall.
Henry Liebman, tryggingasölumaður í Seattle í Bandaríkjunum, veiddi að öllum líkindum elsta fisk, af sinni tegund, í heimi á dögunum.

Karfinn (e. shortraker rockfish) veiddist í Alaska og er að öllum líkindum 200 ára gamall!

Þessi tegund er algeng í stöðuvötnum í Alaska en fiskurinn sem Leibman veiddi var 39 pund, og sá þyngsti sem veiðst hefur frá upphafi. Fyrra metið var 38,6 pund.

„Ég vissi um leið að hann væri óvenjulega stór, en ég vissi ekki að þetta væri met fyrr en ég skoðaði veiðibókina sem var um borð í bátnum,“ segir Leibman.

Sérfræðingar hafa skoðað fiskinn, og telja að hann sé yfir 200 ára gamall. „Í fljótu bragði sýnist mér að hann sé 205 ára,“ segir sérfræðingurinn Troy Tidngco. Niðurstöðuna byggir hann á því að sá elsti hingað til var töluvert minni en sá sem Liebman veiddi. „Sá fiskur var um 81 sentimetri en sá sem Henry veiddi var 108 sentimetri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×