Enski boltinn

Rooney fékk leyfi vegna fráfalls mágkonu sinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Manchester United gefið Wayne Rooney leyfi í nokkra daga vegna fráfalls í fjölskyldu hans.

Rosie McLoughlin, fjórtán ára systir Coleen, eiginkonu Rooney, lést í síðustu viku eftir ævilanga baráttu við sjúkdóm er nefnist Rett heilkenni.

Rooney hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðustu vikurnar og því ekkert spilað með United síðan á Þorláksmessu.

Talið var að Rooney myndi geta byrjað að spila með United á ný innan skamms en óvíst er hvenær hann snýr aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×