Enski boltinn

Barton biðst afsökunar á rifrildinu við Hamann

Barton er ekki óvanur því að missa stjórn á skapi sínu.
Barton er ekki óvanur því að missa stjórn á skapi sínu.
Joey Barton, leikmaður Marseille, og Didier Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, áttu sviðið á Twitter í gær er þeir rifust heiftarlega og spöruðu síst stóru skotin.

Þeir þekkjast frá því að hafa spilað saman með Man. City leiktíðina 2006-07. Barton trompaðist í rifrildinu og sakaði Hamann meðal annars um eiturlyfjanotkun og að hafa svikið fjölskyldu sína.

Hinn skapheiti Barton hefur nú róast og sér eftir orðum sínum.

"Ég er búinn að sofa á þessu. Ég hef engan rétt á því að efast um mann sem ég þekki varla. Ég verð því að afsaka minn þátt í þessu rifrildi," sagði Barton á Twitter í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×