Enski boltinn

Fulham sekúndum frá því að falla úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kieran Richardson bjargaði Fulham.
Kieran Richardson bjargaði Fulham. Mynd/AFP
Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er komið áfram í enska bikarnum eftir 2-1 útisigur á b-deildarliði Blackpool í kvöld í endurteknum leik úr 3. umferð. Fulham mætir annaðhvort West Ham eða Manchester United í 4. umferðinni en þau lið spila aftur á Old Trafford á morgun.

Norðmaðurinn Brede Hangeland tryggði Fulham sigurinn í kvöld með marki á 116. mínútu en Fulham-liðið var aðeins sekúndum frá því að falla úr leik.

Varamaðurinn Kieran Richardson tryggði Fulham nefnilega framlenginu með marki á 94. mínútu en hann skoraði þá með laglegu skoti af um 25 metra færi.

Nathan Delfouneso hafði komið Blackpool í 1-0 á 82. mínútu og það stefndi allt í að það yrði sigurmarkið í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×