Þrjár lífvænlegar reikistjörnur Þorgils Jónsson skrifar 27. júní 2013 09:00 Svona gæti útsýnið verið frá einni af reikistjörnunum þremur sem um ræðir. Þrjár sólir sjást á himni. Sólin þeirra er stærst en hinar tvær væru eins og mjög bjartar stjörnur á himni að degi til. Mynd/ESO Hópur stjörnufræðinga gerði nýlega merka uppgötvun þegar staðfest var að þrjár reikistjörnur líklegar til þess að vera lífvænlegar hefðu fundist á braut um stjörnuna Gliese 667C í 22 ljósára fjarlægð frá jörðu. Frá þessu segir á Stjörnufræðivefnum, en notast var við tækjabúnað ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Reikistjörnurnar þrjár sem um ræðir eru svonefndar risajarðir í lífbeltinu svonefnda í kringum stjörnuna, en þar eru aðstæður með þeim hætti að þar gæti verið fljótandi vatn. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjár reikistjörnur hafa fundist í lífbelti eins sólkerfis, en Gliese 667 er þrístirni þar sem Gliese 667C er sú daufasta, rúmlega þriðjungur af massa sólar. Reikistjörnurnar sem um ræðir eru svokallaðar risajarðir, sem þýðir að þær eru massameiri en Jörðin, en massaminni en Úranus og Neptúnus. Ein slík reikistjarna hafði áður fundist við Gliese 667C, en þegar farið hafði verið yfir eldri mælingar komu hinar tvær í ljós. Alls hafa sjö reikistjörnur fundist á braut um stjörnuna. „Með því að bæta nýjum mælingum við og skoða eldri mælingar betur gátum við staðfest tilvist þriggja reikistjarna og fundið nokkrar í viðbót,“ segir Mikko Tuomi, annar forsvarsmanna rannsóknarinnar, á vef ESO og bætir við að þetta sé afar spennandi fundur. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Hópur stjörnufræðinga gerði nýlega merka uppgötvun þegar staðfest var að þrjár reikistjörnur líklegar til þess að vera lífvænlegar hefðu fundist á braut um stjörnuna Gliese 667C í 22 ljósára fjarlægð frá jörðu. Frá þessu segir á Stjörnufræðivefnum, en notast var við tækjabúnað ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Reikistjörnurnar þrjár sem um ræðir eru svonefndar risajarðir í lífbeltinu svonefnda í kringum stjörnuna, en þar eru aðstæður með þeim hætti að þar gæti verið fljótandi vatn. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjár reikistjörnur hafa fundist í lífbelti eins sólkerfis, en Gliese 667 er þrístirni þar sem Gliese 667C er sú daufasta, rúmlega þriðjungur af massa sólar. Reikistjörnurnar sem um ræðir eru svokallaðar risajarðir, sem þýðir að þær eru massameiri en Jörðin, en massaminni en Úranus og Neptúnus. Ein slík reikistjarna hafði áður fundist við Gliese 667C, en þegar farið hafði verið yfir eldri mælingar komu hinar tvær í ljós. Alls hafa sjö reikistjörnur fundist á braut um stjörnuna. „Með því að bæta nýjum mælingum við og skoða eldri mælingar betur gátum við staðfest tilvist þriggja reikistjarna og fundið nokkrar í viðbót,“ segir Mikko Tuomi, annar forsvarsmanna rannsóknarinnar, á vef ESO og bætir við að þetta sé afar spennandi fundur.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira