Hugo Chavez berst við lungnasýkingu Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. janúar 2013 08:00 Maður á biðstöð í Caracas í Venesúela undir veggspjöldum af Hugo Chavez, forseta landsins. Fregnir af heilsu forsetans hafa ýtt undir vangaveltur um að hann verði ekki svarinn aftur í embætti forseta 10. janúar. Fréttablaðið/AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, fær nú meðferð við „andnauð“ sem er fylgifiskur alvarlegrar lungnasýkingar, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnvalda í Venesúela. Sýkingin kom upp eftir skurðaðgerð sem Chaves undirgekkst á sjúkrahúsi á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við í mjöðm. Forsetinn er 58 ára gamall. Chavez hefur ekki komið fram opinberlega, eða frá honum heyrst, síðan hann gekkst undir aðgerðina á Kúbu 11. desember síðastliðinn. Aðgerðin er sú fjórða sem hann fer í á Kúbu í krabbameinsmeðferð sinni frá því í júní 2011. Þá hefur hann einnig gengist undir lyfja- og geislameðferð. Yfirlýsing stjórnvalda rennir stoðum undir vangaveltur um að ekki verði hægt að sverja hann á ný inn í embætti forseta Venesúela eftir tæpa viku, tíunda janúar, líkt og til stóð. „Chavez þarf að fást við eftirköst alvarlegrar sýkingar í öndunarfærum. Sýkingin hefur leitt til andnauðar sem leiðir af sér að Chavez forseti verður að fylgja nákvæmlega eftir því sem sagt er fyrir um í læknismeðferð hans,“ sagði Ernesto Villegas, upplýsingaráðherra Venesúela, í yfirlýsingu í sjónvarpi á fimmtudagskvöld. Leiddar hafa verið að því líkur út frá yfirlýsingu stjórnvalda að Chavez sé haldið í öndunarvél. Nánari upplýsingar var hins vegar ekki að finna í yfirlýsingu stjórnvalda, hvorki um heilsu Chavez, né meðferðina sem hann undirgengst. Þó svo að ekki sé hægt að útiloka að Chavez sé svo illa haldinn, þá eru læknar sem fréttastofa AP hefur leitað til sammála um að óvarlegt sé að draga of víðtækar ályktanir út frá svo litlum upplýsingum. „Hann gæti verið í öndunarvél. Og hann gæti ekki verið í henni. Fólk getur fengið alvarlega öndunarfæraörðugleika án þess að þurfa að vera í öndunarvél,“ segir Michael Pishvaian, krabbameinslæknir við Lombardi-krabbameinsmiðstöðina við Georgetown-háskóla í Washington í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Venesúela segjast hins vegar hafa fulla trú á heilbrigðisstarfsfólkinu sem annast Chavez og fordæma það sem þau nefna „leiðangur sálfræðihernaðar“ í alþjóðafjölmiðlum um ástand forsetans. Íbúar Venesúela eru hvattir til að gefa flökkusögum um heilsufar forseta landsins ekki gaum. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Hugo Chavez, forseti Venesúela, fær nú meðferð við „andnauð“ sem er fylgifiskur alvarlegrar lungnasýkingar, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnvalda í Venesúela. Sýkingin kom upp eftir skurðaðgerð sem Chaves undirgekkst á sjúkrahúsi á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við í mjöðm. Forsetinn er 58 ára gamall. Chavez hefur ekki komið fram opinberlega, eða frá honum heyrst, síðan hann gekkst undir aðgerðina á Kúbu 11. desember síðastliðinn. Aðgerðin er sú fjórða sem hann fer í á Kúbu í krabbameinsmeðferð sinni frá því í júní 2011. Þá hefur hann einnig gengist undir lyfja- og geislameðferð. Yfirlýsing stjórnvalda rennir stoðum undir vangaveltur um að ekki verði hægt að sverja hann á ný inn í embætti forseta Venesúela eftir tæpa viku, tíunda janúar, líkt og til stóð. „Chavez þarf að fást við eftirköst alvarlegrar sýkingar í öndunarfærum. Sýkingin hefur leitt til andnauðar sem leiðir af sér að Chavez forseti verður að fylgja nákvæmlega eftir því sem sagt er fyrir um í læknismeðferð hans,“ sagði Ernesto Villegas, upplýsingaráðherra Venesúela, í yfirlýsingu í sjónvarpi á fimmtudagskvöld. Leiddar hafa verið að því líkur út frá yfirlýsingu stjórnvalda að Chavez sé haldið í öndunarvél. Nánari upplýsingar var hins vegar ekki að finna í yfirlýsingu stjórnvalda, hvorki um heilsu Chavez, né meðferðina sem hann undirgengst. Þó svo að ekki sé hægt að útiloka að Chavez sé svo illa haldinn, þá eru læknar sem fréttastofa AP hefur leitað til sammála um að óvarlegt sé að draga of víðtækar ályktanir út frá svo litlum upplýsingum. „Hann gæti verið í öndunarvél. Og hann gæti ekki verið í henni. Fólk getur fengið alvarlega öndunarfæraörðugleika án þess að þurfa að vera í öndunarvél,“ segir Michael Pishvaian, krabbameinslæknir við Lombardi-krabbameinsmiðstöðina við Georgetown-háskóla í Washington í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Venesúela segjast hins vegar hafa fulla trú á heilbrigðisstarfsfólkinu sem annast Chavez og fordæma það sem þau nefna „leiðangur sálfræðihernaðar“ í alþjóðafjölmiðlum um ástand forsetans. Íbúar Venesúela eru hvattir til að gefa flökkusögum um heilsufar forseta landsins ekki gaum.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira