Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: FH - Breiðablik 0-0 | Steindautt í Krikanum Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 11. ágúst 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Leikur FH-inga og Blika fer ekki í bækurnar sem skólabókardæmi um skemmtilegan fótboltaleik en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Varnarlega stóðu liðin vakt sína glæsilega en sóknarleikurinn var þungur og spurning hvort rekja megi það til leikjaálags síðustu vikur. Bæði lið hafa verið að spila marga leiki á stuttum tíma en náð að halda dampi í deildinni, sigur í síðustu fjórum leikjum hjá Blikum og í síðustu þremur leikjum hjá FH. Fyrri hálfleikur var afspyrnu dapur, spil gekk illa en stöðvaði yfirleitt þegar komið var á síðasta þriðjung vallarsins. Spilið lagaðist örlítið í seinni hálfleik en þá voru það úrslitasendingarnar sem sviku leikmennina. Liðunum gekk illa að skapa sér færi og kom aðeins eitt gott færi í leiknum sem féll í skaut Kristjáns Gauta sem þrumaði boltanum yfir markið. Hvorugu liðinu tókst að skora og lauk leiknum því með 0-0 jafntefli. Sóknarleikur liðanna var afar þungur í leiknum og í hvert sinn sem liðin virtust ætla að komast í hættulega sókn var úrslitasendingin slök. Blikar fara eflaust sáttari heim með stigið af erfiðum útivelli en heimamenn misstu KR-inga fram úr sér í deildarkeppninni auk þess sem KR-ingar eiga leik til góða. Davíð Þór: Tókum rangar ákvarðanir„Þetta er ekki ásættanleg úrslit á heimavelli, við ætluðum okkur að halda toppsætinu eftir þessa umferð en það gekk ekki og KR er komið á toppinn," sagði Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH eftir leikinn. „Við erum óánægðir með úrslitin en við vorum ekki betri en Blikarnir í dag svo 0-0 eru sanngjörn úrslit í kvöld," Lítið var um fína drætti í sóknarleik liðanna og spurning hvort erfið leikjadagskrá síðastliðnar vikur hafi loks náð mönnum. „Það má vel vera, við virkuðum þreyttir og það sást best í seinni hálfleik. Trekk í trekk komumst við í ákjósanlegar stöður og köstum því frá okkur í hvert einasta sinn án þess að skapa eitthvað. Við fáum eitt dauðafæri í seinni hálfleik en mjög oft erum við í góðri stöðu og tökum rangar ákvarðanir," Davíð Þór var að spila sinn fyrsta leik í Kaplakrika frá því að hann kom heim úr atvinnumennsku. „Ég var dauðþreyttur eftir leikinn alveg eins og strákarnir. Ég man þegar við komumst síðast langt í Evrópukeppnum, þá fannst mér best að spila fullt af leikjum og halda mér frískum. Strákarnir stóðu sig vel, það lögðu sig allir fram í dag en það vantaði bara örlítið meiri gæði," „Þetta var ekkert bara hjá sóknarmönnunum, það var léleg hreyfing á öllu liðinu og þegar það komu góðar hreyfingar tókum við lélegar ákvarðanir," sagði Davíð. Finnur: Snýst um að taka rétta ákvörðun„Við vildum meira, þetta spilaðist þokkalega og við hefðum getað þrýst inn marki í lokin. Með smá heppni hefðum við getað stolið þessu í lokin," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Seianasta sendingin og seinasta ákvörðunartakan var það sem var að klikka hjá okkur, stundum virkar þetta og stundum gengur þetta bara ekki," Leikjadagskráin hefur verið þykk hjá Blikum en núna er aðeins deildarkeppnin framundan. „Það er alltaf auðveldast að kenna þreytu um en þegar þú ert kominn á áttugustu mínútu þá fer að síga aðeins í, það verður erfiðara að taka ákvörðun en við erum í það góðu standi að það á ekki að skipta máli. Hægri eða vinstri, þetta snýst bara um að taka rétta ákvörðun," „Það er ótrúlegt hvað hausinn á manni kemur manni langt, við ætlum okkur að standa okkur í þessari baráttu sem við erum í núna. Það er ein keppni eftir og við ætlum að gera okkar besta í henni. Við höfum verið að rótera ágætlega og það hefur gengið fínt, menn hafa komið inn og staðið sig vel sama hvert verkefnið er," sagði Finnur. Heimir: Alltaf vonbrigði að fá ekki þrjú stig á heimavelli„Heilt yfir var þetta ekkert sérstakur fótboltaleikur, það er alltaf vonbrigði að fá ekki þrjú stig á heimavelli en við fengum eitt," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn „Við náðum að halda vel aftur af Blikum en við náðum heldur ekki að skapa okkur neitt almennilega. Sendingarnar voru slakar og við vorum að taka vitlausar ákvarðanir á síðasta þriðjung og við náðum ekki að opna vörn þeirra. Við hefðum mátt fara meira út á vængina og reyna að nýta þá en þegar við gerðum það voru fyrirgjafirnar slakar." Blikar voru með óbreytt byrjunarlið frá síðasta leik þar sem þeir spiluðu í 120 mínútur gegn Aktobe. „Það kom mér ekkert á óvart, ég var nokkuð viss um hvernig liðið þeirra yrði í leiknum. Þegar lið koma á þennan völl, hvað þá á þessum tíma móts þá stilla þjálfarar alltaf upp besta liðinu sínu sama hvað," sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Leikur FH-inga og Blika fer ekki í bækurnar sem skólabókardæmi um skemmtilegan fótboltaleik en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Varnarlega stóðu liðin vakt sína glæsilega en sóknarleikurinn var þungur og spurning hvort rekja megi það til leikjaálags síðustu vikur. Bæði lið hafa verið að spila marga leiki á stuttum tíma en náð að halda dampi í deildinni, sigur í síðustu fjórum leikjum hjá Blikum og í síðustu þremur leikjum hjá FH. Fyrri hálfleikur var afspyrnu dapur, spil gekk illa en stöðvaði yfirleitt þegar komið var á síðasta þriðjung vallarsins. Spilið lagaðist örlítið í seinni hálfleik en þá voru það úrslitasendingarnar sem sviku leikmennina. Liðunum gekk illa að skapa sér færi og kom aðeins eitt gott færi í leiknum sem féll í skaut Kristjáns Gauta sem þrumaði boltanum yfir markið. Hvorugu liðinu tókst að skora og lauk leiknum því með 0-0 jafntefli. Sóknarleikur liðanna var afar þungur í leiknum og í hvert sinn sem liðin virtust ætla að komast í hættulega sókn var úrslitasendingin slök. Blikar fara eflaust sáttari heim með stigið af erfiðum útivelli en heimamenn misstu KR-inga fram úr sér í deildarkeppninni auk þess sem KR-ingar eiga leik til góða. Davíð Þór: Tókum rangar ákvarðanir„Þetta er ekki ásættanleg úrslit á heimavelli, við ætluðum okkur að halda toppsætinu eftir þessa umferð en það gekk ekki og KR er komið á toppinn," sagði Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH eftir leikinn. „Við erum óánægðir með úrslitin en við vorum ekki betri en Blikarnir í dag svo 0-0 eru sanngjörn úrslit í kvöld," Lítið var um fína drætti í sóknarleik liðanna og spurning hvort erfið leikjadagskrá síðastliðnar vikur hafi loks náð mönnum. „Það má vel vera, við virkuðum þreyttir og það sást best í seinni hálfleik. Trekk í trekk komumst við í ákjósanlegar stöður og köstum því frá okkur í hvert einasta sinn án þess að skapa eitthvað. Við fáum eitt dauðafæri í seinni hálfleik en mjög oft erum við í góðri stöðu og tökum rangar ákvarðanir," Davíð Þór var að spila sinn fyrsta leik í Kaplakrika frá því að hann kom heim úr atvinnumennsku. „Ég var dauðþreyttur eftir leikinn alveg eins og strákarnir. Ég man þegar við komumst síðast langt í Evrópukeppnum, þá fannst mér best að spila fullt af leikjum og halda mér frískum. Strákarnir stóðu sig vel, það lögðu sig allir fram í dag en það vantaði bara örlítið meiri gæði," „Þetta var ekkert bara hjá sóknarmönnunum, það var léleg hreyfing á öllu liðinu og þegar það komu góðar hreyfingar tókum við lélegar ákvarðanir," sagði Davíð. Finnur: Snýst um að taka rétta ákvörðun„Við vildum meira, þetta spilaðist þokkalega og við hefðum getað þrýst inn marki í lokin. Með smá heppni hefðum við getað stolið þessu í lokin," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Seianasta sendingin og seinasta ákvörðunartakan var það sem var að klikka hjá okkur, stundum virkar þetta og stundum gengur þetta bara ekki," Leikjadagskráin hefur verið þykk hjá Blikum en núna er aðeins deildarkeppnin framundan. „Það er alltaf auðveldast að kenna þreytu um en þegar þú ert kominn á áttugustu mínútu þá fer að síga aðeins í, það verður erfiðara að taka ákvörðun en við erum í það góðu standi að það á ekki að skipta máli. Hægri eða vinstri, þetta snýst bara um að taka rétta ákvörðun," „Það er ótrúlegt hvað hausinn á manni kemur manni langt, við ætlum okkur að standa okkur í þessari baráttu sem við erum í núna. Það er ein keppni eftir og við ætlum að gera okkar besta í henni. Við höfum verið að rótera ágætlega og það hefur gengið fínt, menn hafa komið inn og staðið sig vel sama hvert verkefnið er," sagði Finnur. Heimir: Alltaf vonbrigði að fá ekki þrjú stig á heimavelli„Heilt yfir var þetta ekkert sérstakur fótboltaleikur, það er alltaf vonbrigði að fá ekki þrjú stig á heimavelli en við fengum eitt," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn „Við náðum að halda vel aftur af Blikum en við náðum heldur ekki að skapa okkur neitt almennilega. Sendingarnar voru slakar og við vorum að taka vitlausar ákvarðanir á síðasta þriðjung og við náðum ekki að opna vörn þeirra. Við hefðum mátt fara meira út á vængina og reyna að nýta þá en þegar við gerðum það voru fyrirgjafirnar slakar." Blikar voru með óbreytt byrjunarlið frá síðasta leik þar sem þeir spiluðu í 120 mínútur gegn Aktobe. „Það kom mér ekkert á óvart, ég var nokkuð viss um hvernig liðið þeirra yrði í leiknum. Þegar lið koma á þennan völl, hvað þá á þessum tíma móts þá stilla þjálfarar alltaf upp besta liðinu sínu sama hvað," sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira