Breska matvælaeftirlitið er nú að rannsaka hvort hrossakjöt hafi verið notað í framleiðslu á annarri matvöru en tilbúnum réttum.
Grunur leikur á að hrossakjöt hafi verið notað í vörur eins og súputeninga, hlaup og kryddað kebabkjöt.
Í frétt á vefsíðu BBC segir að matvælaeftirlitið hafi tekið sýni úr 224 ólíkum matvörum til að kanna hvort hrossakjöt sé til staðar í þeim. Reiknað er með að rannsóknum á þessum sýnum ljúki í apríl n.k.
