Enski boltinn

Owen baðst afsökunar á Twitter-færslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Michael Owen, leikmaður Stoke, þurfti að biðjast afsökunar á orðalagi sínu eftir að hann „tístaði" um leik Aston Villa og Bradford í enska deildabikarnum í gær.

Bradford vann óvæntan 3-1 sigur á Villa en þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar.

„What a game this is. Bradford are on fire! #carlingcup," skrifaði Owen á Twitter-síðuna sína. Hann gerði sér hins vegar ekki grein fyrir því að árið 1985 varð eldsvoði á gamla heimavelli Bradford 56 manns til bana.

Atvikið átti sér stað þegar Bradford var að spila deildarleik gegn Lincoln City en minnst 256 til viðbótar slösuðust.

Owen fékk sterk viðbrögð við færslunni og bætti svo við stuttu síðar að hann hefði ekki áttað sig á tengingunni. Baðst hann því afsökunar á orðalagi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×