Erlent

Óttast að allt að 80 hafi farist

Hjörtur Hjartarson skrifar
Óttast er að allt að 80 manns hafi látist þegar ómönnuð olíuflutningalest fór út af sporinu í miðjum smábæ í Kanada og sprakk. Tugir bygginga eyðilögðust í sprengingunni og í brunanum sem fylgdi í kjölfarið.

Miðbærinn í Lac-Megantic, úthverfi Quebec í Kanada stóð í ljósum logum í gærkvöld eftir að fjórir tengivagnar lestarinnar sem í voru 100 þúsund lítra af hráolíu, sprungu þegar að lestin fór út af sporinu. Miðbærinn er sagður gjörónýtur en flestar byggingarnar þar jöfnuðust við jörðu. Þykkur olíumökkur lagðist yfir bæinn.

Um sex þúsund manns búa í Lac-Megantic. Um þúsund þeirra var gert að yfirgefa heimili sín í kjölfar slyssins. Erfitt hefur reynst að henda reiður á hversu margir fórust í slysinu. Fá lík hafa fundist en margra er saknað.

Hráolíuflutningar með lestum er tíðar á seinni árum á þessu svæði þar sem flestar olíuleiðslur anna ekki eftirspurn. Slys af þessari stærðargráðu eru þó afar fátíð.


Tengdar fréttir

"Þetta var eins og í bíómynd"

Lögregluyfirvöld í Kanada segja að tala látinna kunni að hækka eftir að flutningalest, sem var hlaðin olíu, fór út af sporinu í austurhluta landsins í nótt. Yfir hundrað er saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×