Enski boltinn

Moyes: Þetta var frábært fagn hjá Suarez

Suarez á flugi fyrir framan Moyes.
Suarez á flugi fyrir framan Moyes.
Luis Suarez, framherji Liverpool, svaraði gagnrýni David Moyes, stjóra Everton, um að hann væri dýfari á skemmtilegan hátt. Hann fagnaði með því að dýfa sér fyrir framan Moyes.

"Mér fannst þetta vera frábært fagn. Ég hefði örugglega gert það sama sjálfur. Hann verður samt að dýfa sér fyrir framan ansi marga stjóra núna ef hann ætlar að gera það við alla sem gagnrýna hann," sagði Moyes eftir leikinnn.

Suarez stóð í lappirnar í dag en það sama verður ekki sagt um Phil Neville, fyrirliða Everton, sem fékk gult spjald fyrir leikaraskap.

"Phil fór allt of auðveldlega niður. Ég er þegar búinn að ræða það við hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×