Enski boltinn

Chelsea kvartar yfir dónaskap dómarans

Clattenburg lætur menn heyra það í dag.
Clattenburg lætur menn heyra það í dag.
Chelsea hefur sent inn kvörtun vegna Mark Clattenburg dómara. Ekki út af frammistöðu hans í dag heldur út af meintum dónaskap hans í garð leikmanna liðsins.

Chelsea vill ekki segja nákvæmlega hvað var að orðalagi dómarans í dag en segja að um tvö aðskilin atvik sé að ræða úr leiknum gegn Man. Utd.

"Clattenburg talaði á mjög óviðeigandi hátt við tvo leikmenn okkar í leiknum í dag. Við munum ekki tjá okkur að öðru leyti sem stendur," segir í yfirlýsingu frá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×