Enski boltinn

Línuvörðurinn við Gerrard: Ég hélt að þetta væri rangstaða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Steven Gerrard var ekki sáttur við útskýringu aðstoðardómarans á því af hverju hann dæmdi af mark Luis Suarez í lokin á 2-2 jafntefli Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Ég hef séð markið aftur og við getum vorkennt sjálfum okkur því þetta var pottþétt mark," sagði Steven Gerrard en Suarez skoraði þá eftir að Sebastián Coates skallaði aukaspyrnu Steven Gerrard til hans.

„Þetta var engin rangstaða og það er erfitt fyrir mig að útskýra þennan dóm. Sá eini sem getur varpað ljósi á þetta er línuvörðurinn. Ég spurði hann eftir leikinn og hann svaraði: Ég hélt að þetta væri rangstaða," sagði Gerrard.

„Það er bara ekki nógu gott. Ef allar ákvarðanir væru teknar af því að menn héldu að þær væru réttar þá værum við í vandræðum. Sóknarmenn eiga að njóta vafans," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×