Enski boltinn

Lögreglan beðin um að rannsaka ummæli Clattenburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lögreglunni í Lundúnum hefur borist beiðni um að hefja rannsókn á ummælum knattspyrnudómarans Mark Clattenburg í leik Chelsea og Manchester United um helgina.

Enska knattspyrnusambandið er þegar byrjað að kanna málið en Chelsea kvartaði undan því að Clattenburg hafi í tvígang notað óviðeigandi orð gagnvart leikmönnum félagsins. Talið er að John Obi Mikel sé annar leikmannanna en það hefur ekki fengist staðfest.

Félag svartra lögmanna í Bretlandi vill að lögreglan taki málið upp hjá sér, líkt og gert var þegar að John Terry, fyrirliði Chelsea, var sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand, leikmann QPR.

„Samkvæmt okkar upplýsingum voru John Mikel Obi og Juan Mata þeir leikmenn sem urðu fyrir kynþáttaníði,“ sagði í yfirlýsingu Peter Herbert, formanns áðurnefnds félags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×