Stjórnarslit ekki í kortunum Erla Hlynsdóttir skrifar 13. ágúst 2012 18:54 Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um stöðu aðildarviðræðnanna í dag en þar var um hefðbundinn stöðufund að ræða og engar stórar ákvarðanir teknar. Undanfarið hefur orðið vart við vaxandi kröfu innan Vinstri grænna um að endurskoða þurfi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þessu hefur Ögmundur Jónasson haldið fram og nýverið tóku ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í sama streng. Eitt heitasta baráttumál Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu hefur hins vegar að halda viðræðunum áfram og því mætti ætla að þessi skoðun ráðherra Vinstri grænna setti strik í reikninginn. Hins vegar þykir heimildarmönnum fréttastofu ljóst að Vinstri grænir geta ekki með nokkru móti farið í kosningar eins og staðan er nú. Þeir sem sitja á þingi fyrir flokkinn sögðu fyrir síðustu kosningar að ekki yrði gengið í Evrópusambandið á þeirra vakt. Þingmenn beggja flokka sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að það komi því ekki á óvart að einstakir þingmenn Vinstri grænna stígi nú fram þegar vetur er til kosninga, minni á upphaflega andstöðu sína við Evrópusambandið. Enginn vilji sé til að slíta samstarfinu heldur vilji ráðherrarnir styrkja pólitíska stöðu þeirra sjálfra. Þá telja margir þingmenn að það væri erfitt fyrir Samfylkinguna að slita samstarfinu nú þar sem hún stæði þá eftir sem eini flokkurinn sem vill vinna að því að semja við Evrópusambandið. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hins vegar stigið samtaka Samfylkingunni í aðildarferlinu. Báðir flokkar tapa þannig á því að slíta samstarfinu á þessum tímapunkti. Búast má við að þeir skerpi línurnar á komandi vetri en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru stjórnarslit ekki í kortunum. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um stöðu aðildarviðræðnanna í dag en þar var um hefðbundinn stöðufund að ræða og engar stórar ákvarðanir teknar. Undanfarið hefur orðið vart við vaxandi kröfu innan Vinstri grænna um að endurskoða þurfi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þessu hefur Ögmundur Jónasson haldið fram og nýverið tóku ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir í sama streng. Eitt heitasta baráttumál Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu hefur hins vegar að halda viðræðunum áfram og því mætti ætla að þessi skoðun ráðherra Vinstri grænna setti strik í reikninginn. Hins vegar þykir heimildarmönnum fréttastofu ljóst að Vinstri grænir geta ekki með nokkru móti farið í kosningar eins og staðan er nú. Þeir sem sitja á þingi fyrir flokkinn sögðu fyrir síðustu kosningar að ekki yrði gengið í Evrópusambandið á þeirra vakt. Þingmenn beggja flokka sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að það komi því ekki á óvart að einstakir þingmenn Vinstri grænna stígi nú fram þegar vetur er til kosninga, minni á upphaflega andstöðu sína við Evrópusambandið. Enginn vilji sé til að slíta samstarfinu heldur vilji ráðherrarnir styrkja pólitíska stöðu þeirra sjálfra. Þá telja margir þingmenn að það væri erfitt fyrir Samfylkinguna að slita samstarfinu nú þar sem hún stæði þá eftir sem eini flokkurinn sem vill vinna að því að semja við Evrópusambandið. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hins vegar stigið samtaka Samfylkingunni í aðildarferlinu. Báðir flokkar tapa þannig á því að slíta samstarfinu á þessum tímapunkti. Búast má við að þeir skerpi línurnar á komandi vetri en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru stjórnarslit ekki í kortunum.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira