Enski boltinn

Björn Bergmann í sigurliði Wolves

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Björn Bergmann Sigurðarson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Wolves í ensku B-deildinni þegar að liðið vann góðan 2-0 útisigur á Ipswich í kvöld.

Björn Bergmann, sem hafði áður verið í byrjunarliði Wolves í leik í deildabikarkeppninni, lék fyrstu 59 mínútur leiksins og fékk gott færi til að skora skömmu áður en hann fór af velli.

Mörkin tvö í leiknum komu svo bæði seint í síðari hálfleik. Tommy Smith varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Tongo Doumbia skoraði svo síðara mark Wolves í leiknum.

Wolves er í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×