Rússar svara með ættleiðingarbanni gudsteinn@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 01:00 Rússneska þingið Margir Rússar eru ósáttir við ættleiðingar rússneskra barna til Bandaríkjanna. nordicphotos/AFP Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans. Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans.
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira