Erlent

Nam nýfætt barn á brott

Víðtæk leit var gerð að ungri konu í Frakklandi í gær, en konan rændi tveggja daga gömlu barni af spítala í Nancy seint á þriðjudagskvöld.

Leitað var að konunni um allt Frakkland. Hún var dulbúin sem starfsmaður á spítalanum og nam hvítvoðunginn á brott meðan móðir hans svaf.

Lögreglan skoðaði öryggismyndavélar, notaði leitarhunda á spítalanum og vakti athygli á málinu í útvarpi, sjónvarpi, í lestum og á hraðbrautum. Konunni er lýst sem grannri, af evrópskum uppruna og á aldrinum 16-20 ára. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×