Erlent

Victor Ponta vann stórsigur

Ljósasýning sýndi úrslitin utan á höllinni sem Ceausescu lét reisa.
Ljósasýning sýndi úrslitin utan á höllinni sem Ceausescu lét reisa. NORDICPHOTOS/AFP
Ríkisstjórnarflokkarnir í Rúmeníu unnu öruggan sigur í þingkosningum um helgina. Vart er þó að búast við því að erjum tveggja helstu stjórnmálaleiðtoga landsins linni.

Bandalag vinstri- og miðjuflokkanna, með Victor Ponta forsætisráðherra í fararbroddi, hlaut nærri sextíu prósent atkvæða, en hægri flokkarnir, sem fylgja Traian Basescu forseta að málum, fengu innan við sautján prósent.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×