Verksmiðjan hafði misst starfsleyfið Guðsteinn skrifar 8. desember 2012 08:00 Meira en hundrað manns brunnu inni í þessari verksmiðju þegar eldur kom þar upp 24. nóvember.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fataverksmiðjan í Bangladess sem brann í lok nóvember með þeim afleiðingum að 112 starfsmenn létu lífið hafði misst starfsleyfið í júní og hefði átt að vera lokuð. Slökkvilið landsins hafði neitað að endurnýja starfsleyfið vegna brunahættu. Eigandi verksmiðjunnar, Delwar Hossain, hefur viðurkennt að einungis þrjár af átta hæðum verksmiðjunnar hafi verið löglegar. Þrátt fyrir það var hann að láta reisa níundu hæðina ofan á hinar. Stjórnvöld vissu vel af þessu en létu það óátalið að verksmiðjan starfaði áfram frekar en að takast á við eina öflugustu iðngrein landsins, fataiðnaðinn. „Það ætti að loka þessum verksmiðjum, en það er ekki auðvelt verk,“ segir Kalpona Akter hjá verkalýðssamtökum sem berjast fyrir réttindum starfsfólks í fataverksmiðjum. „Hver sá góði opinberi eftirlitsmaður sem vill grípa til harðra aðgerða gegn óhlýðnum verksmiðjum af þessu tagi yrði rekinn úr embætti. Hver vill taka þá áhættu?“ Hún segir að Tazreen-verksmiðjan, sem brann 24. nóvember, hafi engan veginn verið sú eina í landinu sem svo er ástatt um. Líklega vanti starfsleyfi fyrir um helming þeirra 4.000 fataverksmiðja, sem starfræktar eru í Bangladess. Í þessum verksmiðjum eru framleidd föt með þekktum vestrænum vörumerkjum, ætluð til sölu í verslunum á Vesturlöndum. Launin í verksmiðjunum eru lág og þar af leiðandi er kostnaðurinn við framleiðsluna mun minni en ef fötin væru saumuð á Vesturlöndum. Þess vegna er hægt að selja þau á lægra verði fyrir vikið handa neytendum á Vesturlöndum. Eigandinn Hossain stofnaði fyrirtæki sitt árið 2004 og rekur nú tugi verksmiðja sem svipaðar eru þeirri sem brann. Margir aðrir eigendur slíkra verksmiðja í Bangladess eru þingmenn eða sitja í öðrum mikilvægum embættum í landinu. Fataiðnaðurinn er það öflugur og stórtækur að sérstök lögregludeild hefur verið stofnuð í Bangladess til þess eins að sjá um að starfsemi þessara verksmiðja gangi snurðulaust fyrir sig. Baráttufólk fyrir réttindum verkamanna í þessum verksmiðjum hefur ítrekað upplýst stórfyrirtæki á Vesturlöndum, sem láta sauma föt í þeim, um aðstæðurnar. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Fataverksmiðjan í Bangladess sem brann í lok nóvember með þeim afleiðingum að 112 starfsmenn létu lífið hafði misst starfsleyfið í júní og hefði átt að vera lokuð. Slökkvilið landsins hafði neitað að endurnýja starfsleyfið vegna brunahættu. Eigandi verksmiðjunnar, Delwar Hossain, hefur viðurkennt að einungis þrjár af átta hæðum verksmiðjunnar hafi verið löglegar. Þrátt fyrir það var hann að láta reisa níundu hæðina ofan á hinar. Stjórnvöld vissu vel af þessu en létu það óátalið að verksmiðjan starfaði áfram frekar en að takast á við eina öflugustu iðngrein landsins, fataiðnaðinn. „Það ætti að loka þessum verksmiðjum, en það er ekki auðvelt verk,“ segir Kalpona Akter hjá verkalýðssamtökum sem berjast fyrir réttindum starfsfólks í fataverksmiðjum. „Hver sá góði opinberi eftirlitsmaður sem vill grípa til harðra aðgerða gegn óhlýðnum verksmiðjum af þessu tagi yrði rekinn úr embætti. Hver vill taka þá áhættu?“ Hún segir að Tazreen-verksmiðjan, sem brann 24. nóvember, hafi engan veginn verið sú eina í landinu sem svo er ástatt um. Líklega vanti starfsleyfi fyrir um helming þeirra 4.000 fataverksmiðja, sem starfræktar eru í Bangladess. Í þessum verksmiðjum eru framleidd föt með þekktum vestrænum vörumerkjum, ætluð til sölu í verslunum á Vesturlöndum. Launin í verksmiðjunum eru lág og þar af leiðandi er kostnaðurinn við framleiðsluna mun minni en ef fötin væru saumuð á Vesturlöndum. Þess vegna er hægt að selja þau á lægra verði fyrir vikið handa neytendum á Vesturlöndum. Eigandinn Hossain stofnaði fyrirtæki sitt árið 2004 og rekur nú tugi verksmiðja sem svipaðar eru þeirri sem brann. Margir aðrir eigendur slíkra verksmiðja í Bangladess eru þingmenn eða sitja í öðrum mikilvægum embættum í landinu. Fataiðnaðurinn er það öflugur og stórtækur að sérstök lögregludeild hefur verið stofnuð í Bangladess til þess eins að sjá um að starfsemi þessara verksmiðja gangi snurðulaust fyrir sig. Baráttufólk fyrir réttindum verkamanna í þessum verksmiðjum hefur ítrekað upplýst stórfyrirtæki á Vesturlöndum, sem láta sauma föt í þeim, um aðstæðurnar.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira