Enski boltinn

Newcastle er ekki að reyna að kaupa Carroll aftur frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sjaldgæft bros hjá Andy Carroll.
Sjaldgæft bros hjá Andy Carroll. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sögusagnir um að Newcastle sé að reyna að kaupa Andy Carroll frá Liverpool eru ekki sannar samkvæmt umboðsmanni framherjans. Liverpool keypti Carroll á 35 milljónir punda frá Newcastle í janúar í fyrra en Newcastle átti samkvæmt fréttum í enskum miðlum að vera að reyna að kaupa hann til baka á 20 milljónir punda.

Andy Carroll var kominn með 11 mörk á miðju tímabili þegar Liverpool keypti hann fyrir tólf mánuðum en það hefur lítið gengið hjá honum í búningi Liverpool-liðsins. Enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafi áhuga á því að kaupa Demba Ba frá Newcastle eða Darren Bent hjá Aston Villa og sé því tilbúinn í að láta hinn 23 ára gamla Carroll fara.

Andy Carroll var meðal markaskorara Liverpool í bikarsigrinum á Oldham á föstudagskvöldið og hefur þar með skorað 6 mörk í 31 leik með félaginu. Möguleikar hans á að komast í enska landsliðið á EM í sumar eru líka nánast úr sögunni enda er hann ekki að sýna mikið þegar hann fær tækifærið hjá Dalglish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×