Liverpool hafði betur gegn City í Manchester Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2012 19:32 Nordic Photos / Getty Images Liverpool er í sterkri stöðu eftir 1-0 sigur á Manchester City á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Þeir rauðklæddu skoruðu strax á þrettándu mínútu þegar að fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði úr vítaspyrnu sem Daniel Agger krækti í. City-menn voru mikið með boltann eftir þetta, sér í lagi í seinni hálfleik, og uppskáru nokkur færi. En án árangurs og fögnuðu leikmenn Liverpool vel í leikslok. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem City skoraði ekki á heimavelli sínum en liðið saknar greinilega þeirra Yaya Toure, Vincent Kompany og David Silva sem gátu ekki spilað í kvöld. Leiknum var lýst á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.Manchester City - Liverpool 0-1 0-1 Steven Gerrard, víti (13.)21.40 Leiknum er lokið með 1-0 sigri Liverpool. Síðari leikurinn fer fram á Anfield eftir tvær vikur.21.37 Hætta í uppbótartíma. Samir Nasri á fyrirgjöf inn í teig og Agüero skallar að marki en yfir.21.32 Afar lítið um færi síðustu mínúturnar. City hefur verið meira með boltann en Liverpool hefur varist vel og séð til þess að sóknarleikur City hefur ekki borið árangur - enn sem komið er. Fimm mínútur eftir.21.05 City fékk horn og barst boltinn á hinn fílsterka Micah Richards sem skallaði að marki af stuttu færi. En beint á Reina sem varði vel.21.03 Martin Kelly gerði skelfileg mistök í vörn Liverpool. Ætlaði að senda á Reina í markinu en Agüero komst í sendinguna og náði boltanum. Tókst þó ekki að leika á Reina sem þvingaði hann í skot yfir markið.20.53 Síðari hálfleikur er hafinn.20.36 Fyrri hálfleik lokið og greinilegt að City saknar þeirra Vincent Kompany og David Silva. Liverpool byrjaði leikinn af krafti og nýtur þess að vera í forystu á þessum sterka útivelli.20.25 Roberto Mancini ákveður að gera breytingar á sínu liði. Hann ákveður að setja Samir Nasri inn á á kostnað Mario Balotelli, sem er ekki sáttur þegar hann gengur af velli.20.10 Jay Spearing þarf að fara af velli vegna meiðsla og kemur Charlie Adam inn í hans stað.20.00 0-1 Steven Gerrard steig á punktinn og skoraði af öryggi.19.58 Liverpool fékk aðra hornspyrnu. Nú barst boltinn á Agger sem reyndi að komast fram hjá Savic. Svartfellingurinn braut hins vegar á honum og vítaspyrna dæmd.19.57 Gerrard tók hornspyrnu. Boltinn barst út á Downing sem tók viðstöðulaust skot sem Hart varði með naumindum.19.51 Andy Carroll fékk fyrsta færi leiksins. Náði að halda Savic í skefjum og skjóta að marki en Joe Hart var vel á verði.19.45 Leikurinn er hafinn.19.30 Velkomin í lýsingu frá leik Manchester City og Liverpool í enska deildabikarnum. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan en Steven Gerrard, fyrirliði, er í byrjunarliði Liverpool sem og Andy Carroll og Craig Bellamy. Hjá City eru þeir Sergio Agüero og Mario Balotelli í fremstu víglínu.Man City: Hart; Richards, Lescott, Savic, Clichy; Milner, Johnson, Barry, De Jong; Agüero, Balotelli.Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Kolarov, Onuoha, Nasri, Hargreaves og Dzeko.Liverpool: Reina; Johnson, Agger, Kelly, Skrtel; Gerrard, Henderson, Downing, Spearing; Carroll, Bellamy.Varamenn: Doni, Jose Enrique, Coates, Carragher, Adam, Shelvey, Kuyt. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Liverpool er í sterkri stöðu eftir 1-0 sigur á Manchester City á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Þeir rauðklæddu skoruðu strax á þrettándu mínútu þegar að fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði úr vítaspyrnu sem Daniel Agger krækti í. City-menn voru mikið með boltann eftir þetta, sér í lagi í seinni hálfleik, og uppskáru nokkur færi. En án árangurs og fögnuðu leikmenn Liverpool vel í leikslok. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem City skoraði ekki á heimavelli sínum en liðið saknar greinilega þeirra Yaya Toure, Vincent Kompany og David Silva sem gátu ekki spilað í kvöld. Leiknum var lýst á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.Manchester City - Liverpool 0-1 0-1 Steven Gerrard, víti (13.)21.40 Leiknum er lokið með 1-0 sigri Liverpool. Síðari leikurinn fer fram á Anfield eftir tvær vikur.21.37 Hætta í uppbótartíma. Samir Nasri á fyrirgjöf inn í teig og Agüero skallar að marki en yfir.21.32 Afar lítið um færi síðustu mínúturnar. City hefur verið meira með boltann en Liverpool hefur varist vel og séð til þess að sóknarleikur City hefur ekki borið árangur - enn sem komið er. Fimm mínútur eftir.21.05 City fékk horn og barst boltinn á hinn fílsterka Micah Richards sem skallaði að marki af stuttu færi. En beint á Reina sem varði vel.21.03 Martin Kelly gerði skelfileg mistök í vörn Liverpool. Ætlaði að senda á Reina í markinu en Agüero komst í sendinguna og náði boltanum. Tókst þó ekki að leika á Reina sem þvingaði hann í skot yfir markið.20.53 Síðari hálfleikur er hafinn.20.36 Fyrri hálfleik lokið og greinilegt að City saknar þeirra Vincent Kompany og David Silva. Liverpool byrjaði leikinn af krafti og nýtur þess að vera í forystu á þessum sterka útivelli.20.25 Roberto Mancini ákveður að gera breytingar á sínu liði. Hann ákveður að setja Samir Nasri inn á á kostnað Mario Balotelli, sem er ekki sáttur þegar hann gengur af velli.20.10 Jay Spearing þarf að fara af velli vegna meiðsla og kemur Charlie Adam inn í hans stað.20.00 0-1 Steven Gerrard steig á punktinn og skoraði af öryggi.19.58 Liverpool fékk aðra hornspyrnu. Nú barst boltinn á Agger sem reyndi að komast fram hjá Savic. Svartfellingurinn braut hins vegar á honum og vítaspyrna dæmd.19.57 Gerrard tók hornspyrnu. Boltinn barst út á Downing sem tók viðstöðulaust skot sem Hart varði með naumindum.19.51 Andy Carroll fékk fyrsta færi leiksins. Náði að halda Savic í skefjum og skjóta að marki en Joe Hart var vel á verði.19.45 Leikurinn er hafinn.19.30 Velkomin í lýsingu frá leik Manchester City og Liverpool í enska deildabikarnum. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan en Steven Gerrard, fyrirliði, er í byrjunarliði Liverpool sem og Andy Carroll og Craig Bellamy. Hjá City eru þeir Sergio Agüero og Mario Balotelli í fremstu víglínu.Man City: Hart; Richards, Lescott, Savic, Clichy; Milner, Johnson, Barry, De Jong; Agüero, Balotelli.Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Kolarov, Onuoha, Nasri, Hargreaves og Dzeko.Liverpool: Reina; Johnson, Agger, Kelly, Skrtel; Gerrard, Henderson, Downing, Spearing; Carroll, Bellamy.Varamenn: Doni, Jose Enrique, Coates, Carragher, Adam, Shelvey, Kuyt.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira