Liverpool hafði betur gegn City í Manchester Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2012 19:32 Nordic Photos / Getty Images Liverpool er í sterkri stöðu eftir 1-0 sigur á Manchester City á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Þeir rauðklæddu skoruðu strax á þrettándu mínútu þegar að fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði úr vítaspyrnu sem Daniel Agger krækti í. City-menn voru mikið með boltann eftir þetta, sér í lagi í seinni hálfleik, og uppskáru nokkur færi. En án árangurs og fögnuðu leikmenn Liverpool vel í leikslok. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem City skoraði ekki á heimavelli sínum en liðið saknar greinilega þeirra Yaya Toure, Vincent Kompany og David Silva sem gátu ekki spilað í kvöld. Leiknum var lýst á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.Manchester City - Liverpool 0-1 0-1 Steven Gerrard, víti (13.)21.40 Leiknum er lokið með 1-0 sigri Liverpool. Síðari leikurinn fer fram á Anfield eftir tvær vikur.21.37 Hætta í uppbótartíma. Samir Nasri á fyrirgjöf inn í teig og Agüero skallar að marki en yfir.21.32 Afar lítið um færi síðustu mínúturnar. City hefur verið meira með boltann en Liverpool hefur varist vel og séð til þess að sóknarleikur City hefur ekki borið árangur - enn sem komið er. Fimm mínútur eftir.21.05 City fékk horn og barst boltinn á hinn fílsterka Micah Richards sem skallaði að marki af stuttu færi. En beint á Reina sem varði vel.21.03 Martin Kelly gerði skelfileg mistök í vörn Liverpool. Ætlaði að senda á Reina í markinu en Agüero komst í sendinguna og náði boltanum. Tókst þó ekki að leika á Reina sem þvingaði hann í skot yfir markið.20.53 Síðari hálfleikur er hafinn.20.36 Fyrri hálfleik lokið og greinilegt að City saknar þeirra Vincent Kompany og David Silva. Liverpool byrjaði leikinn af krafti og nýtur þess að vera í forystu á þessum sterka útivelli.20.25 Roberto Mancini ákveður að gera breytingar á sínu liði. Hann ákveður að setja Samir Nasri inn á á kostnað Mario Balotelli, sem er ekki sáttur þegar hann gengur af velli.20.10 Jay Spearing þarf að fara af velli vegna meiðsla og kemur Charlie Adam inn í hans stað.20.00 0-1 Steven Gerrard steig á punktinn og skoraði af öryggi.19.58 Liverpool fékk aðra hornspyrnu. Nú barst boltinn á Agger sem reyndi að komast fram hjá Savic. Svartfellingurinn braut hins vegar á honum og vítaspyrna dæmd.19.57 Gerrard tók hornspyrnu. Boltinn barst út á Downing sem tók viðstöðulaust skot sem Hart varði með naumindum.19.51 Andy Carroll fékk fyrsta færi leiksins. Náði að halda Savic í skefjum og skjóta að marki en Joe Hart var vel á verði.19.45 Leikurinn er hafinn.19.30 Velkomin í lýsingu frá leik Manchester City og Liverpool í enska deildabikarnum. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan en Steven Gerrard, fyrirliði, er í byrjunarliði Liverpool sem og Andy Carroll og Craig Bellamy. Hjá City eru þeir Sergio Agüero og Mario Balotelli í fremstu víglínu.Man City: Hart; Richards, Lescott, Savic, Clichy; Milner, Johnson, Barry, De Jong; Agüero, Balotelli.Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Kolarov, Onuoha, Nasri, Hargreaves og Dzeko.Liverpool: Reina; Johnson, Agger, Kelly, Skrtel; Gerrard, Henderson, Downing, Spearing; Carroll, Bellamy.Varamenn: Doni, Jose Enrique, Coates, Carragher, Adam, Shelvey, Kuyt. Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sjá meira
Liverpool er í sterkri stöðu eftir 1-0 sigur á Manchester City á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Þeir rauðklæddu skoruðu strax á þrettándu mínútu þegar að fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði úr vítaspyrnu sem Daniel Agger krækti í. City-menn voru mikið með boltann eftir þetta, sér í lagi í seinni hálfleik, og uppskáru nokkur færi. En án árangurs og fögnuðu leikmenn Liverpool vel í leikslok. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem City skoraði ekki á heimavelli sínum en liðið saknar greinilega þeirra Yaya Toure, Vincent Kompany og David Silva sem gátu ekki spilað í kvöld. Leiknum var lýst á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.Manchester City - Liverpool 0-1 0-1 Steven Gerrard, víti (13.)21.40 Leiknum er lokið með 1-0 sigri Liverpool. Síðari leikurinn fer fram á Anfield eftir tvær vikur.21.37 Hætta í uppbótartíma. Samir Nasri á fyrirgjöf inn í teig og Agüero skallar að marki en yfir.21.32 Afar lítið um færi síðustu mínúturnar. City hefur verið meira með boltann en Liverpool hefur varist vel og séð til þess að sóknarleikur City hefur ekki borið árangur - enn sem komið er. Fimm mínútur eftir.21.05 City fékk horn og barst boltinn á hinn fílsterka Micah Richards sem skallaði að marki af stuttu færi. En beint á Reina sem varði vel.21.03 Martin Kelly gerði skelfileg mistök í vörn Liverpool. Ætlaði að senda á Reina í markinu en Agüero komst í sendinguna og náði boltanum. Tókst þó ekki að leika á Reina sem þvingaði hann í skot yfir markið.20.53 Síðari hálfleikur er hafinn.20.36 Fyrri hálfleik lokið og greinilegt að City saknar þeirra Vincent Kompany og David Silva. Liverpool byrjaði leikinn af krafti og nýtur þess að vera í forystu á þessum sterka útivelli.20.25 Roberto Mancini ákveður að gera breytingar á sínu liði. Hann ákveður að setja Samir Nasri inn á á kostnað Mario Balotelli, sem er ekki sáttur þegar hann gengur af velli.20.10 Jay Spearing þarf að fara af velli vegna meiðsla og kemur Charlie Adam inn í hans stað.20.00 0-1 Steven Gerrard steig á punktinn og skoraði af öryggi.19.58 Liverpool fékk aðra hornspyrnu. Nú barst boltinn á Agger sem reyndi að komast fram hjá Savic. Svartfellingurinn braut hins vegar á honum og vítaspyrna dæmd.19.57 Gerrard tók hornspyrnu. Boltinn barst út á Downing sem tók viðstöðulaust skot sem Hart varði með naumindum.19.51 Andy Carroll fékk fyrsta færi leiksins. Náði að halda Savic í skefjum og skjóta að marki en Joe Hart var vel á verði.19.45 Leikurinn er hafinn.19.30 Velkomin í lýsingu frá leik Manchester City og Liverpool í enska deildabikarnum. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan en Steven Gerrard, fyrirliði, er í byrjunarliði Liverpool sem og Andy Carroll og Craig Bellamy. Hjá City eru þeir Sergio Agüero og Mario Balotelli í fremstu víglínu.Man City: Hart; Richards, Lescott, Savic, Clichy; Milner, Johnson, Barry, De Jong; Agüero, Balotelli.Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Kolarov, Onuoha, Nasri, Hargreaves og Dzeko.Liverpool: Reina; Johnson, Agger, Kelly, Skrtel; Gerrard, Henderson, Downing, Spearing; Carroll, Bellamy.Varamenn: Doni, Jose Enrique, Coates, Carragher, Adam, Shelvey, Kuyt.
Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sjá meira