Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason á Valbjarnarvelli skrifar 8. júlí 2012 18:36 Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi
Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn