Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-1 | Garðar með tvö mörk Stefán Hirst Friðriksson á Akranesvelli skrifar 8. ágúst 2012 18:30 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira