Enski boltinn

Kagawa frá í þrjár til fjórar vikur

Það hefur verið staðfest að Japaninn Shinji Kagawa verði frá í þrjár til fjórar vikur vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleiknum gegn Braga.

Hinn 23 ára gamli Kagawa hefur staðið sig ágætlega síðan hann kom frá Dortmund á 17 milljónir punda í sumar.

Það eru þó ekki bara slæmar fréttir úr herbúðum Man. Utd því þeir Chris Smalling og Phil Jones geta byrjað að æfa í næstu viku.

Svo hefur Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, veitt Rio Ferdinand stuðning eftir að hann sendi út yfirlýsingu ásamt bróður sínum, Antoni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×