Erlent

Hæsta hengibrú heims opin ferðalöngum í Ölpunum

Nýja hengibrúin á Titlis-fjalli er 100 metra löng og í þriggja km hæð yfir sjávarmáli.
Nýja hengibrúin á Titlis-fjalli er 100 metra löng og í þriggja km hæð yfir sjávarmáli. NordicPhotos/AFP
Fyrir skemmstu opnaði ný göngubrú í svissnesku Ölpunum. Það heyrði ef til vill ekki til tíðinda nema að brúarsmiðirnir segja að um sé að ræða hæstu hengibrú í heimi. Brúin, sem liggur utan með klettaveggnum á Titlis-fjalli, í nágrenni vinsæls skíðasvæðis, er í yfir þriggja kílómetra hæð yfir sjávarmáli.

Hún er hreint ekki við hæfi lofthræddra, enda er hún einn metri á breidd, hundrað metra löng og af henni er 500 metra fall. Í frétt Spiegel segir að þó hafi smiðirnir reynt að búa svo um að brúin geti ekki hrunið niður og sveiflist sama og ekki neitt miðað við þá sterku vinda sem jafnan eru þar ríkjandi. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×